Ný Sindrarúta

Það hefur verið nokkuð ljóst í þónokkun tíma að fjárfesta hefur þurft í nýrri rútu fyrir Umf. Sindra. Gamla rútan þurfti orðið þónokkurt viðhald og var hún einnig of lítil fyrir deild eins og knattspyrnudeildina sem gerði það að verkum að það þurfti ávalt að fara á fleiri en einum bíl.

Rútusamningur undirritaður
Guðlaugur Þorsteinsson og Ásgrímur Ingólfsson við undirritun samnings milli Fallastakks og Umf. Sindra

Því var farið að skoða leiðir um kaup á nýrri rútu. Á miðri leið kom það í ljós að þótti hagstæðast að selja gömlu rútuna sem var 16 manna og kaupa stærri rútu, en uppi voru hugmyndir að kaupa tvo níu manna bíla. Nú er lokið leiðinni og leitinni að nýrri rútu þar sem ný Sindrarúta verður tekin í notkun um helgina. Undirritaður var samningur milli Umf. Sindra og Fallastakks á dögunum sem fól í sér samstarf um  kaup á rútu. Samningurinn hljóðaði upp á að Umf. Sindri og Fallastakkur keyptu saman rútu sem báðir aðilar gætu nýtt en um að ræða helmings eignarhlut beggja aðila.

Þegar samningurinn var í höfn var farið að leita að hentugum bíl og var ákveðið að fjárfesta í Benz Sprinter 519, árgerð 2013.  Rútan er 20 sæti plús bílstjóri sem gerir það að verkum að allar deildir geti og þurfi aðeins einn bíl. Þó ákveðið hafið verið að selja gömlu rútuna þá mun Umf. Sindri ennþá eiga áfram níu manna bílinn (grái bíllinn) fyrir þær deildir sem kjósa að ferðast á minni bíl.

Umf. Sindri og Fallastakkur eru hæstánægð með kaupin og samstarfið, og vonast báðir aðilar eftir löngu og farsælu samstarfi.