Aðalfundur Sindra 8. mars 2017

 • Setning.
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Gunnhildur Lilja Gísladóttir formaður aðalstjórnar Sindra setti aðalfundinn og lagði til að Arna Ósk Harðardóttir yrði fundarstjóri og Stefanía Anna Sigurjónsdóttir yrði fundarritari og var það samþykkt.

 • Stjórnir deilda flytja skýrslu og endurskoðaða ársreikning hver af annarri. Stjórnir leggja fram fjárhagsáætlun næsta árs. Umræða um skýrslu og afgreiðsla reikninga hverrar deildar fyrir sig afgreidd jafnóðum. Ársskýrslur deildanna er að finna undir öðrum tengli hér á síðunni.
  1. Frjálsíþróttadeild – Anna Björg Kristjánsdóttir formaður frjálsíþróttadeildar Sindra fór yfir skýrslu stjórnar og Ingólfur Baldvinsson gjaldkeri fór yfir ársreikning deildarinnar. Fyrirspurn barst úr sal um dýnuhúsið sem er í smíðum (fyrir hástökksdýnu) og var því svarað til að Vélsmiðjan Foss annaðist smíði hússins. Skýrsla og reikningar voru samþykkt.
  2. Sunddeild – Erla Berglind Antonsdóttir formaður sunddeildarinnar fór yfir skýrslu stjórnar og Jóna Benný Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Sindra fór yfir ársreikninginn. Fyrirspurn barst úr sal um auglýsingaskilti sem eru innan veggja sundlaugarinnar. Því var svarað til að skiltin hafi verið seld á 50.000 kr. og tillaga kom um að fjölga skiltum til að auka tekjur. Skýrsla og reikningar voru samþykkt.
  3. Blakdeild – Páll Róbert Matthíasson formaður blakdeildar fór yfir skýrslu stjórnar og Jóna Benný fór yfir ársreikninginn. Fyrirspurn barst úr sal um hvað styrkurinn sveitarfélag/lottó stæði fyrir og var því svarað til að þarna væri um að ræða styrk frá aðalstjórn vegna framlags sveitarfélagsins og úr lottótekjum frá árinu 2015 og skiptist á milli deilda miðað við iðkendafjölda en ekki væri til nánari skilgreining á því hvernig styrkurinn skiptist á milli sveitarfélagsins og lottótekna. Lagt var til að þetta yrði aðskilið í framtíðinni. Skýrsla og reikningar samþykkt.
  4. Körfuknattleiksdeild – Hjálmar Jens Sigurðsson formaður körfuknattleiksdeildar fór yfir skýrslu stjórnar og Margrét Kristinsdóttir gjaldkeri fór yfir ársreikninginn. Skýrsla og reikningar samþykkt.
  5. Fimleikadeild – Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður fimleikadeildar fór yfir skýrslu stjórnar og Jóna Benný fór yfir ársreikninginn. Umræður úr sal voru um að sveitarfélagið ætti að koma að tækjakaupum fimleikadeildarinnar ef vel ætti að vera. Skýrsla og reikningar samþykkt.
  6. Knattspyrnudeild – Jón Kristján Rögnvaldsson formaður yngriflokkaráðs knattspyrnudeildar fór yfir skýrslu yngriflokkaráðs og Guðrún Ingólfsdóttir gjaldkeri yngriflokkaráðs fór yfir ársreikninginn. Síðan fór Kristján Sigurður Guðnason formaður knattspyrnudeildar yfir skýrslu stjórnar deildarinnar og Jóna Benný yfir ársreikikninginn. Fyrirspurn var um launakostnað frá árinu árið og útskýrt var að töluvert hefur verið dregið saman í eiginlegum launakostnaði og ýmis hlunnindi komið í staðinn. Spurt var hvort EM-styrkurinn frá KSÍ hafi farið í eitthvað sérstakt og því svarað að hann hafi farið í rekstur deildarinnar. Spurt var um rekstargjöld og hvað bifreið fyrir þjálfara og bensínkostnaður stæði fyrir. Því var svarað til að um væri að ræða bíl sem tekinn var á leigu fyrir þjálfara og bensínkort. Spurt var um liðinn “posi vegna jólaballs” sem var í útistandandi kröfum deildarinnar og útskýrt að ekki hafi verið búið að greiða gróða af jólaballi út af posareikningi Sindra og yfir á knattspyrnudeildina um áramót. Spurt var um lyftingagræjur sem var hlut af gjöldum og því svarað til að knattspyrnudeildin hafi keypt lyftingagræjur sem séu í íþróttahúsinu og séu nýttar í þjálfun knattspyrnumann og fyrir leikmenn á sumrin. Spurt var um Nettókort og því svarað til að leikmenn og þjálfarar hjá Sindra hafi margir hverjir fengið Nettókort en þessi liður stæði jafnframt fyrir viðskiptum við Nettó og ekki væri um að ræða styrk frá Nettó. Þá var spurt hvort samið yrði við Nettó fyrir allar deildir félagsins og því svarað til að styrkjaöflun frá Nettó væri í höndum hverrar deildar fyrir sig. Spurt var hversu mikill kostnaður hefði farið í að greiða erlendum leikmönnum, en ekki var sundurgreint hver sú fjárhæð væri af heildarlaunakostnaði félagsins. Skýrsla og reikningar samþykkt.
  7. Aðalstjórn Sindra – Gunnhildur Lilja Gísladóttir formaður aðalstjórnar fór yfir skýrslu aðalstjórnar og Jóna Benný fór yfir ársreikning. Lífleg umræða átti sér stað um styrki og gjöld sem voru útskýrð nánar. Heildarstyrkur frá sveitarfélaginu í peningum sagður vera ríflega 10.000.000 kr. Rætt að betur þurfi að fara yfir gamlar skuldir deilda við aðalstjórn og skoða hvort fella eigi niður eitthvað af þeim skuldum enda hafi verið ætlunin að byrja með hreint borð í fjármálum frá áramótum 2016/2017. Skýrsla og reikningar samþykkt.
 • Kosning í stjórnir. Tekið fyrir í sömu röð og áðan.
  • Engar breytingar á stjórn frjálsíþróttadeildar.
  • Sólrún Sigurjónsdóttir sagði sig úr stjórn sunddeildar og mun formaður deildarinnar senda upplýsingar þegar nýir aðilar fást í stjórn.
  • Engar breytingar á stjórn blakdeildar.
  • Björgvin Óskar Sigurjónsson sagði sig úr stjórn körfuknattleiksdeildar og verður Björgvin Erlendsson ritari deildarinnar í hans stað, en hann sat áður í stjórninni sem meðstjórnandi.
  • Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður fimleikadeildar sagði sig úr stjórn deildarinnar og í stað hennar kom Sigrún Gylfadóttir. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.
  • Arna Ósk Harðardóttir bættist við í stjórn knattspyrnudeildar.
  • Gauti Árnason er hættur í aðalstjórn og í stað hans kom inn Ásgrímur Ingólfsson.
 • Formaður leggur fram tillögu að endurbótum á lögum Sindra.
  • Gunnhildur Lilja Gísladóttir kynnti umfangsmiklar breytingar á lögum umf. Sindra. Breytingar á lögunum voru samþykktar.
 • Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.
  1. Félagsgjald. Lagt er til að ársgjald félagsmanna Sindra verði kl. 2.000.- Samþykkt.
  2. Tillögur um breytingar á bifreiðaeign umf. Sindra og fjármögnun. Róbert kynnti tillögur rútunefndar (í rútunefnd eru líka Gunnhildur Lilja og Jóna Benný). Okkar hluti í rútu sem við eigum með Fallastakki verður seldur og líklega mun Fallastakkur kaupa okkur út úr þeirri sameign. Við munum kaupa nýja 17 manna rútu og gráa rútan og 9 manna bíllinn verða keyrðir út auk þess sem planið er að kaupa nýjan 9 manna bíl vorið 2018. Styrkurinn frá Skinney Þinganesi verður nýttur í að fjármagna rútukaup, viðhald og rekstur bifreiða með hagsmuni iðkendanna að leiðarljósi.
 • Önnur mál. Engin önnur mál bárust.
 • Fundargerð afgreidd. Fundargerð verður sett á heimasíðuna.
 • Fundi slitið kl. 19:13.