Viltu enn ódýrara eldsneyti ásamt fullt af öðrum tilboðum

Umf. Sindri hefur gert samning við Olís sem veitir stuðningsmönnum og konum Sindra góðan afslátt af eldsneyti og öðrum vörum frá Olís og ÓB. Afslátturinn fæst þegar Tvennukorti Olís er framvísað eða því rennt í gegnum sjálfsala.

Afsláttur sem kortið veitir:

 • -7 kr. af lítra frá dæluverði á þjónustustöðvum Olís (sem er meiri afsláttur en mörg fyrirtæki bjóða)
 • -7 kr. af lítra frá dæluverði hjá ÓB (sem er meiri afsláttur en mörg fyrirtæki bjóða)
 • 15% afsláttur af bílavörum á þjónustustöðvum Olís
 • 12% afsláttur smurolíum
 • 15% afsláttur af Quiznos og Grill 66 hjá Olís
 • 5 – 10% afsláttur af öðrum vörum
 • 10% afsláttur af útivistar- og ferðavörum hjá Ellingsen
 • 10% afsláttur hjá smurstöðvum Olís og hjá MAX 1

Eins og sjá má er um að ræða heilmikinn afslátt.

Við hverjum alla til að senda inn pöntun á netfangið sindri@hfn.is og upplýsingar sem þurfa fylgja eru:

 • Nafn
 • Heimilsfang
 • Gsm númer
 • Kennitala
 • Netfang

ATHUGIÐ !!! Kortið er algjörlega ótengt Olíslyklinum sem margir eru með nú þegar. Þessi afsláttur veitist sem sagt ekki með framvísun lykilsins, það verður að nota kortið.

Allir stuðningsmenn Sindra eru hvattir til að sækja um kortið og styðja þannig Sindra, en Sindri fær 1 kr. af hverjum eldsneytislítra, og njóta um leið góðra kjara.