Brenniboltamót

  • Post category:Fréttir

Brenniboltamót verður í Bárunni þriðjudaginn 1. apríl kl.19:30.

Gestum gefst kostur á að keppa í brennó í fimm manna liðum sem eru skráð á staðnum.

Það verður spilað fram eftir kvöldi. Brennó er gömul skólaíþrótt sem hefur verið endurvakinn og er sérstaklega vinsæl hjá konum.

Nú er bara að smala saman í lið og mæta hress og kát.