Fulltrúar UMF. Sindra í U15 landsliðinu

UMF. Sindri átti tvo glæsilega fulltrúa í u 15 ára landsliðshóp drengja í körfubolta sem var með æfingabúðir um síðustu helgi.
Framtíðin er björt í körfuboltanum og vonandi verður ekki langt að bíða þar til Sindri á fulltrúa í öllum yngri landsliðum hverju sinni! Það er allavega eitt af markmiðum deildarinnar.
Innilega til hamingju með árangurinn Birgir Leó Halldórsson og Erlendur Björgvinsson!