Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Sindra

  • Post category:Fréttir

Sigurður ríður á vaðið á veisluborðinu

Lokahóf meistaraflokks karla í körfubolta var haldið síðastliðinn laugardag með pomp og prakt í Sjálfsstæðishúsinu á Höfn. Stjórn deildarinnar fékk þá Kristján Guðnason og Gísla Vilhjálmsson matreiðslusnillinga til liðs við sig og voru þeir ekki í vandræðum með að setja saman tveggha rétta stórveilsu með skömmum fyrirvara. Við þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina og gengu allir virkilega sáttir frá borði, sattir og sælir. 

Leikmenn byrjuðu daginn í Hoffelspottunum þar sem menn létu fara virkilega vel um sig í boði Glacier World sem buðu strákunum í bað! 

Eftir matinn héldu fyrirliðinn Gísli Þórarinn Hallson smá tölu ásamt þjálfaranum Israel Martin þar sem farið var yfir tímabilið og það gert upp. Því næst tóku Skúli ingibergur og Björgvin Fyrirliði til máls og veitt voru verðlaun fyrir mestu framfarir, besta varnarmanninn og mikilvægasta leikmanninn.

Tómas Orri Hjálmarsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á tímabilinu. Hlutverk hans hefur vaxið mikið á tímabilinu og hefur hann stimplað sig inn sem einn af lykilleikmönnum liðsins og gríðarlega mikilvægur framtíðar hlekkur í því sem félagið ætlar sér næstu árin. 

Fyrirliðinn okkar, Gísli Þórarinn Hallson var svo valinn varnarmaður ársins. Það eru sennilega ekki margir sem tóku fleiri ruðninga í vetur í deildinni en Gísli. Hann hefur bætt sig jafnt og þétt síðastliðin ár sem varnarmaður og getur varist öllum stöðum á vellinum ef svo ber undir. Sama hvern þjálfarinn bíður hann að halda í skefjum þá er Gísli klár í verkefnið. 

Það var svo enginn vafi hver væri mikilvægasti leikmaður tímabilsins, MVP. Detrek Browning fékk heiðurinn og mun það ekki koma okkur á óvart ef hann verður heiðraður sem mikilvægasti leikmaður fyrstu deildar þegar tímabilið verður gert upp hjá KKÍ. Detrek hefur elfst með hverjum leiknum og komið sér betur og betur inn í sitt hlutverk í allan vetur. Hann var svo orðinn ill viðráðanlegur seinnihluta tímabilsins sem gerð það að verkum að liðið vann nánast alla sína leiki undir lok þess og tryggði sér þriðja sæti deildarinnar. Því miður fór þó ekki eins og á var kosið og sleit Detrek liðband í hné í leik tvö í viðureign Sindra við Álftanes í undanúrslitum 1. deildar og var tímabilinu hjá honum þar með lokið. Stjórn er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki hefði farið sem fór værum við núna að spila til úrslita við Hött!

En tímabilinu er lokið og þrátt fyrir súrann endi er besta tímabil körfuknattleiksdeildar Sindra staðreynd. Liðið spilaði í undanúrslitum úrslitakeppninnar í fyrsta skipti og þrátt fyrir að hafa misst besta leikmann deildarinnar þá gerðu strákarnir virkilega vel í að knýja fram oddaleik sem fór fram fyrir troðfullri Ice Lagoon höll þar sem engu mátti muna að við næðum sigrinum og myndum halda áfram inn í úrlsitaseríuna. Við erum hins vegar bjartsýn á framhaldið og erum strax byrjuð að undirbúa næsta tímabil þar sem ætlum okkur enn strærri hluti, enda farnir að leggja það í vana okkur að gera betur á ári hverju!

Það er okkur sönn ánægja að geta staðfest að Israel Martin verður áfram með liðið á næsta ári og hefur það verið langþráð markmið að ná að halda þjálfara yfir lengri tíma en eitt tímabil. Sá stöðugleiki mun klárlega vera sýnilegur þegar kemur að upphafi næsta tímabils enda mun starfið yfir sumarmánuðina vera mun markvissara með reyndann mann í brúnni. Á næstu vikum og mánuðum verður svo unnið í leikmannamálum og verða þau tilkynnt jafn óðum og þau eiga sér stað. 

Við í Körfuknattleiksdeildinni viljum þakka kærlega fyrir veturinn! Stuðningsmennirnir okkar eru þeir lang bestu í fyrstu deildinni og fylgdu okkur í gegnum allan veturinn með geggjaðri stemmingu. Við erum kominn með þéttan og góðan sjálfboðaliða hóp sem er alltaf klár að manna þær stöður sem þarf þegar kemur að umgjörð heimaleikja og annara verkefna. Við bjóðum þó auðvitað alla nýja sjálfboða liða velkomna enda gríðarlega mörg mikilvæg störf sem þarf að vinna í kringum starf sem þetta. Þá eru styrktaraðilarnir okkar alltaf að verða fleiri og er það stuðningur sem er ómetanlegur enda gerir hann þetta allt mögulegt. Án framlagi þeirra væri þetta ekki hægt enda fjárhagslegur rekstur deildar sem þessarar alltaf erfiður. Það er þó ekki aðeins peningaframlög sem gera gæfu muninn því við erum gríðarlega heppinn með stuning veitingastaða hér á Höfn sem sjá til þess að leikmenn okkar fá alla þá næringu sem þeir þurfa á að halda. Við þökkum því öllum okkar frábæru styrktaraðilum kærlega fyrir samfylgdina í vetur og er strax farið að hlakka til þess næsta. 

ÁFRAM SINDRI!!!