Vetrartímabilið klárt hjá knattspyrnudeild Sindra!

Knattspyrnudeild Sindra hefur ráðið þjálfara og sett upp stundatöflu fyrir vetrartímabilið. Stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar, sérstaklega þegar nýr þjálfari kemur til starfa um miðjan nóvember.

Meistaraflokkur kvenna kláraði sitt tímabil í byrjun mánaðarins og endaði í 3. sæti deildarinnar. Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna en hann kemur til okkar frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur unnið frábært starf með 2. og 3. flokk karla. Við bjóðum hann velkominn til Sindra en hann er væntanlegur til starfa um miðjan nóvember! Um leið þökkum við fráfarandi þjálfara, Alexandre Fernandez Massot, fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi hjá Fram.

Vesko og Jóna Benný 2019

Jóna Benný og Vesko við undirritun

Eftir sem áður mun 3. flokkur kvenna æfa með meistaraflokki kvenna. Vesko tekur við þjálfun 3. flokks karla en þar til hann kemur verður Ólafur Jónssons með sameiginlegar æfingar fyrir 3. flokk karla og kvenna og meistaraflokk kvenna og verður Maté Poponja honum til aðstoðar. Vesko tekur einnig við 4. flokkum karla og kvenna en þar til hann kemur sér Róbert Marwin um æfingar hjá þessum flokkum.Kristófer Daði þjálfar 5.flokk karla og kvenna með aðstoð Einars Karls Árnasonar.Sigurborg Jóna mun síðan þjálfa okkar dýrmætustu leikmenn í 6. og 7. flokki með aðstoð upprennandi þjálfara, þeirra Ægis Þórs og Sessilíu Sólar

Allir aðalþjálfarar flokkanna eru með KSÍ þjálfaramenntun og aðrir eru á leið á námskeið.

Knattspyrnudeildin þakkar öllum fráfarandi þjálfurum deildarinnar fyrir góð störf og býður nýja þjálfara velkomna í hópinn!

Stundatafla 2019