Æfingar Grunnskólabarna falla niður fimmtudag og föstudag hjá Ungmennafélaginu Sindra

  • Post category:Fréttir

Vegna aukningar smita á Hornafirði hafa sóttvarnaryfirvöld óskað eftir því að æfingar falli niður hjá grunnskólabörnum fimmtudaginn og föstudaginn 24-25 september. Ungmennafélagið Sindri mun verða við þessari beiðni og falla því allar æfingar grunnskólabarna niður fram að helgi.
Að svo stöddu eru ekki breytingar á æfingum fyrir fullorðna einstaklinga en það er í endurskoðun, og verður tilkynning þess efnis send út ef einhverjar breytingar verða.

Ungmennafélagið Sindri hvetur alla til að fylgja fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda, þvo sér reglulega um hendur, spritta og fylgja fjarlægðarmörkum.