Knattspyrnuskóli Sindra 2014

Nú um helgina 28.feb – 2.mars verður knattspyrnuskóli Sindra í fyrsta skipti. Hugmyndin er að gera þetta að árlegum viðburði og til þess að svo geti orðið þurfum við að setja mikið púður í þetta og skila þessu af okkur af mikilli fagmennsku. Skráning gengur nokkuð vel og erum við að fá til okkur krakka viða að. Okkar iðkendur hafa verið duglegir að skrá sig og er það mjög ánægjulegt. Dagskráin er svo hér að neðan en allur matur og öll dagskrá er fyrir okkar krakka líka, nema gistingin.

Til þess að svona vinna geti orðið eins góð og við viljum hafa þetta þá þurfum við á hjálp foreldra og annara að halda. Yngri flokka ráð hefur verið að senda út lista þar sem foreldrar geta tekið að sér smá vinnu fyrir okkur og erum við hjá knattspyrudeildinni þeim sem hjálpa okkur mjög þakklát.

Í ár fáum við frábæra gestakennara til okkar og er smá kynning á þeim hér fyrir neðan. Við vorum svo að fá staðfestingu á því að leynigesturinn okkar kemur en Hermann Hreiðarsson hafi bæst í hópinn sem gerir þetta enn betra.

Kennarar og fyrirlesarar verða :

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands. Heimir er mikill fagmaður og drengur góður. Hann tók strax mjög vel í það að koma til okkar í heimsókn og hjálpa okkur við þetta verkefni

Hermann Hreiðarsson fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður á Englandi í fjölda ára. Hemmi er við toppinn yfir þá erlendu leikmenn sem hafa spilað flestu leiki í ensku úrvaldeildinni sem segir okkur hversu góður hann var.

Auðun Helgason fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður. Auðun býr hér á Höfn og er hafsjór af fróðleik um leikinn. Hann vill miðla reynslu sinni og hjálpa ungu knattspyrnufólki að verða betri í fótbolta.

Þrándur Sigurðsson.  Margir Hornfirðingar þekkja Þránd frá gamalli tíð. Þrándur er mjög virtur yngriflokka þjálfari hjá Víking Reykjavík. Þrándur er skólastjóri knattspyrnuskóla Víkings.

Alex Freyr Hilmarsson er einn af sonum Hornafjarðar og spilar með Grindavík. Alex er einn ef lykilmönnum liðsins og menn þar á bæ binda miklar vonir við hann.

Embla Grétarsdóttir er ein af þeim stelpum frá Hornafirði sem hafa náð langt. Embla á að baki fjölmarga leiki með KR og Val í efstu deild kvenna ásamt því að hafa verið í landsliðinu.

 

Skólinn byrjar á föstudagskvöldið kl 19.00 á innritun í Hafnarskóla og svo er skólaslit í hádeginu á sunnudaginn.

Knattspyrnuskóli Sindra 2014
                          Dagskrá
Tími Föstudagur 28 feb. Hverjir Hvar
19:00 Skráning og móttaka Allir Hafnarskóla
20:00 Fyrirlestur í Nýheimum Allir Nýheimum
21-22:30 Kvöld hressing Allir Matsalur Hafnarskóla
23:00 Allir fara að sofa Allir Gestir gista í Hafnarskóla
Laugardagur 1 mars
08:00 Morgunmatur Allir Matsalur Hafnarskóla
09:00 Fyrirlestur 5. flokkur Nýheimum
09:00 Æfing 4. flokkur Báran
10:20 Æfing 3. flokkur Báran
11:40 Æfing 5. flokkur Báran
12.00-13:30 Matur Allir matsalur Hafnarskóla
13:30 Fyrirlestur 4.-3.flokkur Nýheimum
14:30 Æfing 4. flokkur Báran
15:30-16:30 Æfing 5. flokkur Báran
15:30-16:00 Miðdegishressing Allir Matsalur Hafnarskóla
16:00 – 17:00 Sund 5.flokkur Sundlaug Hafnar
16:30 – 17.30 Æfing 3. flokkur Báran
17:30 – 19.00 Sund 4-3 flokkar Sundlaug Hafnar
19.00-20:00 Kvöldmatur (Grillveisla) Allir Matsalur Hafnarskóla
20.00 – 21:00 Þrykkjan 5.flokkur Þrykkjan
20.00-22:30 Kvöldskemmtun+ hressing 4.-3.flokkur Þrykkjan
23:00 Allir fara að sofa allir Gestir gista í Hafnarskóla
Sunnudagur  2. mars
8:00-9:00 Morgunmatur Allir Matsalur Hafnarskóla
09:00 – 10:00 Æfing 5. flokkur Báran
10:10 – 11:10 Æfing 4. flokkur Báran
10:10 Sund 5. flokkur Sundlaug Hafnar
11:20 – 12:20 Æfing 3. flokkur Báran
11:20 Sund 4. flokkur Sundlaug Hafnar
13:00 Súpa og brauð / skólaslit Allir Hafnarskóli