Mikilvægur leikur á Föstudaginn 30.04

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Næsti leikur í körfuboltanum er hér heima á móti toppliði Breiðabliks.
Sindrabörger á Kaffi Hornið frá klukkan 18:00 og hægt er að sækja meðan á leik stendur. Uppkast verður stundvíslega klukkan 19:15.
Takmarkaður miðafjöldi er í boði og fer salan fram í gegnum stubb appið eins og verið hefur í vetur. Leikurinn verður svo auðvitað líka sýndur í beinni í samstarfi við Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu á youtube.
Tómas átti flokkan leik á móti Álftanes og er tilbúinn að gera enn betur til að tryggja tvö stig og reyna að klára tímabilið í öðru sæti. Enn er stjarnfræðilegur möguleiki á 1 sæti en þá þarf að byrja á að vinna Blika með 21 stigi. Eins og maðurinn sagði, miði er möguleiki!