Meistaraflokkur karla tók þátt í Kjarnafæðismótinu í ár. Kjarnafæði kom inn sem styrktaraðili á Austurlandsmótið sem hóf göngu sína í fyrra.
Mótið var skipt í norður og austur riðil og við spiluðum í austur riðli.
Liðin í Kjarnafæði/Austur voru :
Leiknir.F/KFF
Höttur/Huginn
Höttur/Huginn 2
Sindri
Spiluð var tvöföld umferð, fyrri umferð var spiluð í desember og seinni í janúar.
Úrslit leikja var svona :
Fyrri umferð
Sindri – HH2 : 2-4
Sindri – HH 1 : 2-4
Sindri – Leiknir.F/KFF : 4-2
Seinni umferð
HH2 – Sindri : 1-5
HH – Sindri : 0-2
Leiknir.F/KFF – Sindri : 4-2
Við enduðum okkar riðil í öðru sæti með níu stig eftir að hafa tapað úrslitaleik á móti Leikni.F/KFF sem er nýtt sameiginlegt lið Leiknis F. og Fjarðabyggðar.
Mikil ánægja er með þetta mót og við náðum að spila á mörgum mjög ungum og efnilegum Sindrastrákum. Fimm 16. ára drengir fengu spilatíma en samtals ellefu drengir undir 19. ára spiluðu í þessu móti. Það sýnir að við höfum góðan efnivið sem er ekki langt undan og gaman að sjá að mikil vinna síðustu ára er við það að skila sér upp í meistaraflokk.
Svona mót er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir komandi sumar. Oftast ber á því að liðin í kringum okkur í deildum hafa spilað mikið af leikjum á þessum tíma á meðan Sindri spilar ekki. Að ná þessum leikjum inn í okkar undirbúning gerir það að verkum að við höldum í keppinauta okkar hvað þetta varðar.
Framundan er næsta mót sem er C deild Lengjubikarsins sem hefst 19.febrúar. Liðin í okkar riðli eru:
Vængir Júpiters
Þróttur Reykjavík
Reynir Sandgerði
Ægir
Augnablik
Stelpurnar okkar munu einnig taka þátt í Lengjubikarnum í ár og þeirra fyrsti leikur er gegn Gróttu 6. mars næst komandi. Fleiri fréttir af mfl. kvenna mun svo koma hér inná síðuna á næstu dögum.
Áfram Sindri!!!