Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar – Verðlaun og viðukenningar

Fyrr í dag, laugardag, var haldin uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Sindra á veitningastaðnum Pakkhúsinu. Á meðan gestir gæddu sér á dýrindis humarsúpu voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir knattspyrnusumarið 2013 hjá meistaraflokkum karla og kvenna og 2. flokks karla.

Leikmenn sem höfðu ákveðið að leggja skóna á hilluna voru sérstaklega heiðraðir en þeir eru

  • Halldór Steinar Kristjánsson. Steinar spilaði 193 leiki fyrir Sindra og skoraði 26 mörk. Fyrsti leikur Steinars með meistaraflokk var árið 2000. Steinar lék allan sinn feril með Sindra fyrir utan eitt ár, 2004, þegar hann lék með ÍR.
  • Gunnar Ingi Valgeirsson. Varnartröllið Gunnar Ingi spilaði 355 leiki fyrir Sindra og skoraði 29 mörk. Gunnar Ingi spilaði sinn fyrsta leik árið 1984 en þegar hann ákvað að hengja upp takkaskóna var Gunnar 45 ára gamall.
mfl.karla-verðlaun
Verðlaunahafar mlf. Karla

Hajrudin Cardaklija hefur ákveðið að flytjast búferlum til Reykjavíkur en hann hefur spilað og þjálfað hjá Sindra frá árinu 2000.

Verðlaunaafhendingar og viðurkenningar flokkana fóru á þessa leið:

  • 2.flokkur
    – Mestu framfarir: Mirza Hasecic
    – Mikilvægasti leikmaður: Sigurður Bjarni Jónsson
    – Bestur: Ingvi Þór Sigurðsson

 

  • Mfl kvk
    – Mestu framfarir: Ingibjörg Lúcia
    – Efnilegust: Ingibjörg Valgeirsdóttir
    – Mikilvægasti leikmaðurinn: Kristey Lilja Valgeirsdóttir
    – Besti leikmaðurinn: María Selma Haseta

 

  • Mfl kk
    Mestu framfarir: Jón Brynjar Jónsson
    Efnilegasti leikmaður: Ingvi Þór Sigurðsson
    Mikilvægasti leikmaðurinn: Óskar Guðjón Óskarsson
    Besti leikmaðurinn: Maciej “Maja” Majewski