Stundatafla 2022-2023 tilbúin.

  • Post category:Fréttir

Stundatafla vetrarins 2022-2023 er tilbúin. Breyting hefur orðið á vetrarstarfinu hjá blakdeildinni en í vetur munu þau bjóða upp á námskeið í blaki fyrir 1-4 bekk á laugardögum og verður það auglýst síðar.

Ánægjulegt er að segja að engin skörun er á æfingum 1-2 bekkjar og aðeins ein hjá 3-4 bekk. Fyrstu tvær vikurnar eru svokallaðar prufuvikur og þá hvetjum við börn að koma og prófa mismunandi íþróttir til að sjá hvað vekur áhuga og þeim finnst skemmtilegt. Athugið að nauðsynlegt er að skrá börn í 1-2 bekk í prufutíma í sundi þar sem hámarks fjöldi þar er 14 krakkar í senn.

Starfið byrjar svo af fullum krafti 29. ágúst að fimleikum undanskildum en þeir byrja 5. september. Öll skráning fer fram í gegnum Sportabler appið sem er nýtt en það kemur í staðinn fyrir Nora kerfið. Greiðsla fyrir námskeiðin fer þar fram og geta foreldrar nýtt frístundastyrk sveitarfélagsins 50.000 á ári upp í greiðslu í gegnum kerfið. Æfingar og mót koma einnig fram í Sportabler og munu öll samskipti þjálfara og foreldra fara þar fram. Æfingargjöld er hægt að sjá inn á www.sportabler/shop/umfsindri eða undir verslunar flipanum í appinu. 

Að lokum stendur svo til að endurvekja Rafíþróttadeild Sindra fyrir 5-10 bekk og verður það tilkynnt síðar. 

Hlökkum til að sjá ykkur í íþróttum í vetur. Áfram Sindri!!