Bikarinn í kvöld

Meistaraflokkarnir eru í eldlínunni í kvöld í Borgunarbikarkeppni KSÍ
Meistaraflokkur kvenna á leik við ÍR í Breiðholtinu í kvöld kl 19.15. Stelpurnar töpuðu einmitt gegn ÍR hér á Sindravöllum um helgina 0-1 og eiga því harma að hefna.
Strákarnir eiga heimaleik við KV í kvöld kl 18.00. KV var með okkur í deild í fyrra en þeir komust upp og eru því í fyrstu deild þetta árið. Við þekkjum þá vel og vitum að þetta er hörku lið en ef við hittum á góðan dag þá getum við vel unnið. Síðasti leikur okkar í deildinni fór 0-0 hér á Sindravöllum um helgina. Það er jákvætt að hafa haldið hreinu en við getum spilað betur og verðum að halda haus því í síðustu tveimur leikjum höfum við fengið þrjú rauð spjöld sem er ekki ásættanlegt að okkar hálfu.
Við hvetjum allt Sindrafólk á völlinn, þið sem eruð í bænum að horfa á stelpurnar á ÍR velli kl 19.15 og þið sem eruð hér á Höfn mætið á strákaleikinn kl 18.00
Áfram Sindri