Fyrsti Heimaleikur Sindra í 1. deild í Körfubolta

  • Post category:Fréttir

Sindri Karfa 2018-19

Á laugardaginn kl. 14.00 verður fyrsti heimaleikur Sindra í 1. deild í Körfubolta. Þjálfari liðsins er Mike Smith sem hefur verið að þjálfa í Evrópu undanfarin ár en kemur upphaflega frá Ameríku.

Í hálfleik verður undirritaður samningur um nýtt heiti á íþróttahúsinu sem verður Ice Lagoon höllin. Miklar væntingar eru um góðan árangur í vetur og mikill undirbúningur hefur verið lagður í að undirbúa íþróttahúsið, þar á meðal ný klukka og nýtt gólf og er Ungmennafélagið Sindri þakklátt fyrir stuðninginn frá Sveitarfélaginu. Umgjörðin á leikjum er gerbreytt miða við neðri deildir og er til dæmis skráð ýmis tölfræði hjá leikmönnum eins og stoðsendingar, tapaðir boltar og fleira.

Á Laugardaginn verður Sindri einnig með kynningarbás á Frístund í Nýheimum frá kl. 11.00 þar sem kynnt verður fjölbreytt sjálfboðastarf sem stendur fólki til boða innan Sindra.

Við hvetjum alla til þess að mæta og hvetja strákana áfram og sjá frábæra íþróttasýningu.

Áfram Sindri.