Stelpurnar okkar spila í kvöld.

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld við Hött hér á Sindravöllum. Þessum leik hefur verið víxlað en hann átti upphaflega að vera á Egilsstöðum.
Höttur hefur byrjað þetta tímabil af krafti og standa vel en okkar stúlkur ætla sér að gera þeim lífið leitt.
Stelpurnar hafa spilað mjög vel þó svo úrslitin hafi ekki fallið okkur í hag.
Stuðningur við stelpurnar hefur verið til fyrirmyndar enda eiga þær það skilið að sem flestir mæti og hjálpi þeim. Við hvetjum því alla til að mæta og öskra úr sér lungun til að hjálpa þeim að sigra Hött í kvöld hér á Sindravöllum kl 18.00