Stór Sindrahelgi framundan

Sumarvertíðin er svo sannarlega byrjuð af krafti. Meistaraflokkar Sindra spiluðu báðir í Reykjavík um síðustu helgi en því miður fórum við tómhent heim aftur eftir tvo hörku leiki í vesturbæ höfuðborgarinnar.
Strákarnir töpuðu fyrir Gróttu 4-3 en þeir voru manni færri og þremur mörkum undir eftir rétt rúmlega 30 mín leik.
Stelpurnar töpuðu síðan fyrir KR þar sem þær röndóttu skoruðu tvö mörk á 88.mín 90.mín. Hörku leikur þar sem ungu stelpurnar okkar gáfu stórveldinu ekkert eftir.
Næstu helgi eru svo báðir meistaraflokkarnir að spila. Á laugardaginn kl 14.00 spilar strákarnir við KF en strax á eftir eða 16.30 spila stelpurnar okkar við ÍR.
Yngri flokkarninr eru líka komnir af stað en 3.flokkur karla spilar við Gróttu kl 11.00 á Nesjavelli á laugardagsmorgun.
Endilega kíkið á völlinn á laugardaginn og styðjið við fólkið okkar í baráttunni.