Óli Stefán lætur af störfum sem þjálfari

  • Post category:Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson þjálfari mfl. karla og kvenna og yfirþjálfari yngri flokka hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem þjálfari. Óli hafði áður tilkynnt að hann leggja skóna á hilluna en nú hefur hann einnig ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari. Óli Stefán hefur spilað og þjálfað hjá Sindra síðastliðin fimm ár og skilar af sér góðu búi. Yfirlýsing Óla má sjá hér fyrir neðan.

Sælir Sindramenn nær og fjær.

Ég tilkynnti stjórn knattspyrnudeildar Sindra í morgun að ég ætli ekki að halda áfram sem þjálfari Sindra.
Ég hef starfað hjá þessu magnaða félagi í fimm frábær ár og átt þátt í stórkostlegri uppbyggingu sem hefur átt sér stað þar sem margar hendur hafa lagst á eitt með það að leiðarljósi að bæta fótbolta og íþrótta umhverfið hér á Höfn.
Eftir stendur að Sindri er núna góður 2.deildar klúbbur með frábæra aðstöðu og mikla möguleika til að ná lengra á réttum forsendum.
Ég geng því frá borði mjög stoltur og ánægður og þakka öllu því mikla fagfólki sem ég hef starfað með fyrir frábæra tíma.ÓliStefán

Áfram Sindri

Óli Stefán Flóventsson

Umf Sindri vill þakka Óla Stefáni fyrir góð störf í þágu félagsins og er honum óskað velgengni í því sem hann tekur sér fyrir hendur.