Mirza og Ívar í landsliðsverkefni

Umf Sindri

Ívar Örn Valgeirsson hefur verið kallaður á U19 landsliðsæfingar um helgina. Ívar æfði með þeim fyrir skömmu og gekk honum það vel að nú hefur hann verið kallaður inn aftur.

Mirza Hasecic hefur verið boðaður á U17 landsliðsæfingar. Mirza æfði aðeins með þeim í fyrra og hefur verið kallaður inn núna um helgina.

Nokkur fjöldi iðkenda Sindra hefur verið að æfa með yngri landsliðunum núna undafarið og hefur gengið mjög vel hjá þeim.