Í vetur verður í boði fjölbreytt starf hjá Ungmennafélaginu Sindra. Nýjar greinar sem eru að koma inn eru Meistaraflokkur kvenna í Körfubolta, og Blak fyrir eldri byrjendur þar sem farið verður yfir grunn atriðin í blaki. Einnig viljum við vekja athygli á Lávarðadeildinni í Körfubolta sem er kl. 19.10 á mánudögum og 12.00 á fimmtudögum.
Það er einnig kominn tímatafla fyrir Báruna og knattspyrnudeildin er að byrja vetrarstarfið. Nú eru komnir fastir tímar fyrir markmannsæfingar á miðvikudögum og laugardögum og Masters flokkurinn er á hefðbundnum tíma á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 17.00.
Í Mánagarði verða Fimleikar að mestu til húsa, en gólfæfingar verða í Heppuskóla.
Sunddeildin verður einnig með æfingar fyrir grunnskólahópa. Sundæfingar fyrir fullorðna verða auglýstar sérstaklega.
Ungmennafélagið Sindri vonast til þess að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi innan félagssins. Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín í gegnum skráningarkerfið Nora, til þess að geta nýtt sér frístundastyrkinn frá Sveitarfélaginu og það er einnig mikilvægt að símanúmer og tölvupóstfang sé skráð þar inn til þess að auðvelda samskipti milli þjálfara og foreldra.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við okkur á netfangið sindri@umfsindri.is
Gleðilegan Sindravetur!