Staða framkvæmdarstjóra Umf Sindra er laus til umsóknar

  • Post category:Fréttir

Umf Sindri Hornafirði er íþróttafélag með 9 deildum þar sem karfa,knattspyrna og fimleikar eru viðamestar í rekstri félagsins í dag auk þeirra eru frjálsar, sund, blak,badmington, kraftlyftingar og rafíþróttir.

Framkvæmdastjóri starfar undir stjórn aðaðlstjórnar félagsins

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á daglegum rekstri félagsins.
Ábyrgð og umsjón með fjármálum félagsins.
Frumkvæði að viðhalda stefnumótun, þróun og áætlanagerð.
Umsjón og uppfærslur á vef og samfélagsmiðlum.
Önnur verkefni í samráði við stjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun/reynsla í fjármálum og rekstri æskileg
Menntun/reynsla á sviði íþrótta æskileg
Góðir samskipta og skipulagshæfileikar
Metnaður og frumkvæði
Góð þekking á samfélagsmiðlum
Brennandi áhugi á íþróttum
Góð íslensku og ensku kunnátta
Hreint sakavottorð

Umsækjandi sendi inn starfsumsókn á netfangið adalstjornin@gmail.com með ferilskrá og meðmælendum.
Nánari upplýsingar gefur Gísli Már Vilhjálmsson formaður aðalstjórnar í síma 6615942 og gislivil1966@ gmail.com