Nýir leikmenn Sindra – Steinar tekur skóna ofan af hillunni

Þann 15. júlí opnaði félagsskiptaglugginn í íslenska fótboltanum og þá er oft mikill hasar í boltaheiminum. Eftirvænting myndast hjá stuðningsmönnum um hvort nýir leikmenn komi eða núverandi fari. Stuðningsmenn Sindra eru þar enginn undantekning. Félagið hefur verið að vinna í að fá til sín leikmenn til að styrkja hópinn og er þá átt við bæði hjá konunum og körlunum.

Konunar hafa fengið styrkingu í leikmanninum Urska Pavlec. Pavlec kom reyndar í júní en vegna meiðsla og veikinda hefur hún lítið geta verið með eftir að hún kom til landsins en hún ætti að vera komin á fullt núna. Pavlec kemur frá Slóveníu og spilar alla jafna á miðjunni. Þetta er snöggur leikmaður sem á eflaust eftir að styrkja liðið og hjálpa stelpunum að finna fyrsta sigurinn.

Daniel Gomez
Daniel Cintrano Gomez

Hjá körlunum hafa nýir leikmenn komið og aðrir prófað skipt um lið. Halldór Steinar Kristjánsson snýr aftur og tekur fram skóna á ný. Hann hefur reyndar verið að spila með Mánadrengjunum fyrrihluta sumar en hoppar nú upp um tvær deildir og fer á ný í rauða búninginn.

Karlarnir hafa einnig fengið styrk í sóknina en Daniel Cintrano Gomez hefur gengið til liðs við Sindra. Gomez kemur frá Spáni og er fæddur hið herrans ár 1988. Um er að ræða hávaxinn sóknarmann sem á vonandi eftir að raða inn mörkum fyrir liðið en hann hefur þegar skorað í leik með Sindra.

Einn leikmaður hefur yfirgefið Sindra en hann Þorlákur Helgi hefur gengið til liðs við Mána og mun hjálpa þeim í baráttunni í 4. deildinni.

Eins og allir vita er gott samstarf á milli Mána og Sindra og því aldrei að vita nema fleiri hrókeringar eigi eftir að eiga sér stað…..