Áfram í bikarnum!

Meistaraflokkur karla tók á móti KFA (Knattspyrnufélag Austfjarða) í 2. umferð Mjólkurbikarsins s.l. laugardag á Sindravöllum. Í fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðum og bæði lið sköpuðu sér góð færi sem þau nýttu sér ekki. Í byrjun síðari hálfleiks dró til tíðinda þegar Einar Karl Árnason skoraði með góðum flugskalla. Eftir markið hrökk Sindravélin í gang og náðu heimamenn að stjórna leiknum. Abdul Bangura skoraði svo gott mark eftir góða sendingu frá Robertas Freidgeimas og staðan orðin 2-0 fyrir Sindra. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Sindravelli og 2-0 sigur Sindra staðreynd. Á fimmtudaginn n.k. verður dregið í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins og þá koma lið úr Bestu deildinni í pottinn.

Abdul Bangura fagnar markinu
Einar Karl og Hemmi fagna markinu hans Einars
Lautaro spyrnir kúlunni inní boxið