Meistaraflokkur kvenna spilar í undanúrslitum Lengjubikarsins 2022

Meistaraflokkur kvenna spilar á mánudaginn næsta við ÍA í undarúrslitum Lengjubikarins 2022. Stelpurnar spiluðu í C deild og enduðu í 2. sæti í sínum riðli þetta árið en með þeim í riðli voru Grótta, ÍR, Álftanes og KÁ.

Stelpurnar hófu keppni gegn sterku liði Gróttu á Vivaldi vellinum 6 mars sem endaði með 4 – 0 sigri Gróttu. Í kjölfarið  tók við sigurganga hjá okkar dömum. Þær unnu 1 – 0 sigur á ÍR með marki frá Samiru Suleman. Næst var það Álftanes á OnePlus vellinum, þeim leik lauk með 2-1 sigri Sindra þar sem Samira Suleman og Malu Macedo skoruðu.
Því miður náðist ekki að spila við KÁ í seinasta leik riðilsins en KÁ gáfu leikinn og var því skráður 3-0 sigur á Sindra.
9 stig af 12 mögulegum sem þýðir 2 sætið og miði í undanúrslit eins og áður segir. Einnig var það mikið gleði efni að þrír ungir og efnilegir leikmenn spiluðu sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk. Þetta eru þær Kristín Magdalena Barboza, Karen Hulda Finnsdóttir og Fanney Rut Guðmundsdóttir.

Meistaraflokkur kíkti síðan í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina á Skírdag og spilaði við 1. deildar KFF. Stelpurnar spiluðu góðan leik og enduðu leikar 2-1 fyrir Sindra, mörkin skoruðu Leandra Pereira og Samira Suleman.

Við hvetjum alla Hornfirðinga að kíkja á undanúrslitin á mánudaginn. Leikurinn verður spilaður í Akraneshöllinni kl 14:00.

Byrjunarlið gegn ÍR

Byrjunarlið gegn Álftanes