Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu um helgina

  • Post category:Knattspyrna

Fyrsti leikur í deildarbikar var um helgina hjá meistaraflokki karla. Við spiluðum við Einherja á Reyðarfirði á laugardaginn.

Skemmst er frá því að segja að þessi leikur tapaðist þar sem Einherji skoraði þrjú mörk en við bara tvö. Við komumst þó yfir í fyrri hálfleik þegar að Atli Arnarsson skoraði úr víti sem Mirza fékk eftir að brotið var á honum. Einherji jafnaði leikinn og staðan í hálfleik var 1-1.

Í seinni hálfleik komst Einherji yfir eftir um klukkutíma leik en Atli Arnars jafnaði eftir frábæra sókn okkar manna. Það var svo þegar að um 5 mín voru eftir að Einherji skoraði sigurmarkið.

Það er ljóst af þessari framistöðu að við eigum mikla vinnu fyrir höndum þó að við höfum átt ágætis kafla í leiknum.

Meistaraflokkur kvenna spilaði svo á sunnudeginum æfingaleik við KFF.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og staðan 0-0 í leikhlé.

Seinni hálfleikurnn var eign okkar og spilðum við frábæran fótbolta sem skilaði okkur fjórum mörkum,

Karen með tvö og Ingibjörg Valgeirs og Ingibjörg Lúcía með sitthvort markið.

Stelpurnar byrja því vel og mjög spennandi tímar framundan hjá þeim enda mikið af ungum stelpum að koma upp.