Kristín valin í Hæfileikamótun KSÍ og N1

Kristín Magdalena Barboza var boðuð á æfingu hjá Hæfileikamótun KSÍ og N1 28. júní sl. á Akranesi.

Í Hæfileikamótun KSÍ og N1 koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu. Eitt helsta markmið æfingarinnar er að undirbúa leikmenn til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu, bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.

Í sumar hefur Kristín Magdalena haft í mörgu að snúast og leikið með þremur flokkum fyrir Sindra 4. flokki, 3. flokki, og mfl. kvenna. Gaman er að fylgst sé vel með þessum efnilega leikmanni knattspyrnudeildar Sindra og óskum við henni til hamingju með valið.