María Selma valin í u-19 landsliðið Íslands.

  • Post category:Knattspyrna

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í apríl og fer riðillinn fram í Króatíu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt leikmannahópinn.  Hópurinn telur 18 leikmenn og koma þeir úr átta félögum. María Selma Haseta leikmaður Sindra er að sjálfsögðu í hópnum.

Leikdagarnir eru 5., 7. og 10 apríl og er Ísland í riðli með Króatíu, Skotlandi og Rússlandi.  Liðið sem hafnar í efsta sæti kemst í úrslitakeppnina, sem fram fer í Noregi í júlí.

U19 landslið Íslands

Nafn Félag
Andrea Rán Hauksdóttir Breiðablik
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir Breiðablik
Guðrún Arnardóttir Breiðablik
Ingibjörg Sigurðardóttir Breiðablik
Telma H. Þrastardóttir Breiðablik
Eyrún Eiðsdóttir ÍA
Hanna Kristín Hannesdóttir KR
Hulda Ósk Jónsdóttir KR
Sigríður María S. Sigurðardóttir KR
Hrafnhildur Hauksdóttir Selfoss
Karitas Tómasdóttir Selfoss
María Selma Haseta Sindri
Berglind Hrund Jónsdóttir Stjarnan
Elín Metta Jensen Valur
Hildur Antonsdóttir Valur
Ingunn Haraldsdóttir Valur
Svava Rós Guðmundsdóttir Valur
Sandra María Jessen Þór