Tippstofan í Sindrahúsinu

Á laugardögum er tippstofa Sindra opin frá 11.00 og frameftir. Valdemar Einarsson sérfræðingur um enska boltan er til taks og getur veitt ráðgjöf. Það er hægt að tippa fyrir frá 19 krónum og uppúr á opinn seðil og svo er hægt að fara í kerfi sem aukavinningslíkur.

Nokkrir 13 réttir hafa komið í hús í gegnum tíðina en töluvert meiri líkur er á því að vinna í þessu en t.d lottó.

Um mánaðarmótin október-nóvember fer síðan af stað innanhús keppni þar sem vinningar verða í boði fyrir besta árangur þeirra sem taka þátt.

Endilega kíkið við og kynnið ykkur starfsemi tippstofunnar á laugardögum í vetur, það er alltaf heitt á könnunni