Stór Sindrahelgi fram undan

  • Post category:Fréttir

 

Það verður stór helgi 11-12 september hjá Ungmennafélaginu Sindra þar sem Meistaraflokkur karla í knattspyrnu er að keppast við að komast upp um deild og sigur á heimavelli gegn KFS er mikilvægt skref í þá átt. Leikurinn hefst kl. 14.30 á laugardaginn og eru allir hvattir til að koma og hvetja strákana áfram.

Einnig er RISA leikur á sunnudaginn hjá Meistaraflokki karla í körfuboltanum þar sem keppt verður í 8 liða úrslitum í VIS bikarnum, og hefst leikurinn kl. 19.15 í ICE LAGON Höllinni.
Við hvetjum alla Hornfirðinga til að mæta á leikina, gæta að sóttvörnum og hvetja liðin okkar áfram. Það er kominn tími til að setja Hornafjörð á íþróttakortið á Íslandi.