Góð helgi hjá Körfuboltadeildinni

Sigur í 8 liða úrslitum 1. deildar

Staðan er 1-0 eftir fyrsta leik í 8 liða úrslitum fyrstu deildar sem fram fór á föstudag, en vinna þarf tvo leiki til að sigra seríuna. Nú er ferðinni heitið á Selfoss á þriðjudag, þar sem baráttan heldur áfram!
Gerald Robinson dró vagninn að vanda með 29 stig og 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Næstur kom Gerard Blat með 18 stig og 8 stoðsendingar.

Sigurleikur í úrslitakeppni í 9. flokki

Flottur sigur í Ice Lagoon Höllinni hjá 9. flokki drengja í úrslitakeppni íslandsmótsins á sunnudag. Þeir mættu þar Stjörnunni úr Garðabænum og fóru með 74-63 sigur af hólmi.
Allir komu við sögu og stóðu sig með stakri príði. Þeir sem fóru fyrir hópnum voru Litli fyrirliðinn (Erlendur Björgvinsson) sem var stigahæstur Sindra manna með 33 stig og Birgir Halldórsson bætti við 19 stigum. Sem fyrr segir stóðu þeir sig allir með mikilli príði og virkilega gaman að sjá framfarirnar í þessum hópi í hverjum leiknum sem þeir spila.

Sigur í tveimur af fjórum leikjum í 7. flokki

3 umferð í D-riðli í 7. flokki var spiluð í Ice Lagoon höllinni um helgina og sigruðu Sindra krakkar 2 leiki af 4. Leikgleðin var í fyrirrúmi og greinilega mjög efnilegir krakkar að koma upp úr yngri flokka starfinu hjá Körfuboltanum. 

Körfuboltadeildin er í miklum vexti og við þökkum öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem tóku þátt í verkefnum helgarinnar.