Guðmundur Reynir spilaði fyrir u15 ára landsliðið

Dagana 20 – 24. September hélt undir 15 ára landslið Íslands til Finnlands að spila tvo æfingarleiki við heimamenn í Finnlandi. Leikirnir fóru fram í Mikkeli.


Ungmennafélagið Sindri átti þar glæsilegan fulltrúa. Guðmundur Reynir Friðriksson markmaður úr 3 flokki Sindra var valinn í hópinn eftir flotta frammistöðu með Sindra liðinu.
Guðmundur var í byrjunarliðinu í seinni leik liðsins og stóð sig vel þó leikurinn hafi tapast.
Þetta er góð viðurkenning fyrir það góða starf sem er unnið innan Sindra og vonandi að fleiri leikmenn fylgi í kjölfarið í framtíðinni.

Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með fyrsta landsleikinn og flottan árangur.