Grótharður sigur á Hetti

Í sögu bæjarfélaganna Hornafjarðar og Egilsstaða hefur ávallt verið mikill barningur, bæði innan vallar sem og utan hans. Það var því ljóst að við ætluðum okkur að berjast til sigurs í þessum leik og gera betur en í þeim síðasta þar sem við töpuðum gegn Aftureldingu. Það myndi heldur ekki skemma fyrir ef sigurinn kæmi gegn Hetti. Það sama má segja um strákana frá Egilsstöðum. Eftir jafntefli í síðasta leik gegn Dalvík/Reyni ætluðu þeir sér að gera enn betur og það myndi ekki skemma fyrir ef fyrsti sigur tímabilsins kæmi gegn Sindra.
Fór leikurinn ágætlega af stað og strax í upphafi átti Hattarmenn góðan skalla sem fór rétt framhjá. Lítið markvert gerðist næstu mínútur en það var svo á 20. mínútu að Hattarmenn voru með boltann og sending þeirra átti að fara aftur á Joseph Goodwin en Fijad komst inn í sendinguna og framhjá Goodwin. Hann sendi svo boltann í átt að markinu og endaði boltinn í stönginni og rúllaði eftir línunni áður en hann rann inn og varnarmaður Hattar kæmist í boltann. 1 – 0.
Við voru óheppnir að bæta ekki við öðru marki þremur mínútum síðar þegar þeir komust inní sendingu Hattar við miðlínuna. Spretti þá Atli Haralds fram með boltann og sendi á nafna sinn Arnarson sem kláraði með hörku skoti en það hafnaði í stönginni.
Eftir markið vorum við meira með boltann án þess þó að bæta við marki. Þegar komið var fram í uppbótartíma fengu Hattarmenn gott færi til að jafna þegar þeir sluppu í gegnum vörnin en Maja besti maður vallarins varði gríðarlega vel og kom í veg fyrir að liðin færu jöfn að mörkum til búningsklefa.
Þrátt fyrir mikinn reiðilestur Eysteins Húna þjálfara Hattar í hálfleik (sem var víst ROSALEGUR) þá fengu strákarnir ekkert ráðið við sendingu Fijad sem sendi boltann laglega í gegnum vörn Hattar en þar tók við boltanum Halli sem sendi boltann framhjá Goodwin markverði austanmanna. Tæpur hálftími til leiksloka og á brattann að sækja fyrir Hött.
Hattar reyndu það sem þeir gátu til að komast inní leikinn og uppskráu vítaspyrnu ekki löngu eftir seinna markið. Var þarna komið gullið tækifæri til að komast inní leikinn á ný. Á punkinn steig Jonathan Taylor en Maja las skot hans vel og varði vítið örugglega.
Hattarmenn þurftu ekki bíða lengi eftir öðru tækifæri til að minnka muninn því stuttu seinna fengu þeir annað víti. Ljóst var að Taylor myndi ekki taka vítið þar sem honum hafði ekki gengið sem best nokkrum mínútum áður. Það var því Brynjar Árnason sem fékk tækifærið. En ljóst er að það er kominn sannkallaður vítabani í mark Sindra því Majewski varði boltann. Boltinn skoppaði útí teig þar se, Hattarmenn náðu boltanum og létu skotið ríða af en Majewski kastði sér líkt og köttur milli stanganna og náði að verja frábæra, við mikinn fögnuð úr stúkunni.
Eftir vítaspyrnurmar skiptust liðin á að hafa boltann án þess að bæta við marki og endaði leikurinn því 2-0 fyrir okkur.
Ef þetta var ekki ljúfur sigur þá veit ég ekki hvað.