3.flokkur kk og kvk Sindra undirrita afrekssamning

  • Post category:Fréttir

3.flokkar kk og kvk munu undirrita afrekssamning við knattspyrnudeild Sindra miðvikudaginn 4.desember við hátíðlega athöfn í Nýheimum kl 18.00. Ásgerður Gylfadóttir Bæjarstjóri og Auðun Helgason fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður flytja ávörp.

Afrekssamningur þessi gengur út á það að knattspyrnudeild mun vera með aukaæfingar og fræðslu varðandi ýmis málefni eins og t.d mataræði, hvíld, tölvunotkun og fleira. Í sumar mun þessu hópur síðan fara æfinga og keppnisferði á Costa Blanka á Spáni.

Iðkandinn skuldbindur sig til að lifa heilbrigðu líferni og halda sig algjörlega frá áfengi tóbaki og fíkniefnum.

Það er von okkar hjá knattspyrndeild Sindra að með þessu skrefi séum við að undirbúa krakkana fyrir framhaldið með heilbrigðu líferni. Samningurinn er unninn með afreks og forvarnarstefnu ungmennafélags Sindra að leiðarljósi.