Úr Jako í CRAFT

  • Post category:Fréttir
Kaflaskil verða hjá Ungmennafélaginu Sindra þegar að samstarfi við Jako lýkur og nýr kafli tekur við með samstarfi við Craftverslun.
Að leiktíð lokinni munu nær allar deildir innan félagsins færa sig yfir í CRAFT og munu þeir koma til okkar 18-19.september með mátunardaga. Þar verður hægt að sjá nýja Sindra gallann og Sindrabúninginn sem og að máta stærðir og forpanta Sindra fatnað sem verður svo afhentur í lok september – byrjun október.
 
CRAFT býður upp á mikið úrval af íþróttafatnaði, bæði keppnisfatnað og æfingarfatnað.
CRAFT var stofnað árið 1977 og hefur verið vaxandi á öllum sviðum síðan þá og leggur áherslu á góða þjónustu og mjög góð verð.
 
Allt úrval Sindra verður í boði á CRAFTVERSLUN.IS að undanskyldu fatnaði fyrir körfuboltadeildina. Hvetjum við Sindra fólk til þess að koma á mátunardagana og skoða úrvalið, máta og panta vörur.
 
Að lokum langar okkur til þess að þakka Jako fyrir öll árin sem þau hafa þjónustað Sindra. Samstarfið hefur verið ánægjulegt, erum við þeim þakklát fyrir góða þjónustu og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.