Samstarf UMF Sindra og CRAFT til ársins 2027

  • Post category:Fréttir

Mánudaginn 18.september skrifaði Ungmennafélagið Sindri undir samstarfssamning við CRAFT til ársins 2027. Allar *deildir félagsins munu skarta keppnis og æfingafatnaði frá CRAFT og fyrirtækið þar með verða eitt af stærstu styrktaraðilum félagsins. Við hjá Sindra erum ákaflega spennt fyrir komandi samstarfi og þökkum starfsfólki CRAFTS fyrir þeirra einstöku þjónustulund og metnað.

 

Unnur frá CRAFT og Margrét Framkvæmdastjóri Sindra undirrita samning til 2027.

Til þess að starta samstarfinu komu þau Unnur og Páll frá CRAFT á Höfn með mátunardaga þar sem nýji keppnisbúningur Yngri flokka í knattspyrnu og blaki var kynntur og Sindra gallinn sem verður nú sameiginlegur yfir allar *deildir félagsins. Keppnisbúningur Meistaraflokka verður kynntur síðar en ákveðið var að hafa mismunandi búninga fyrir afreksstarfið. Þá var einnig mikið úrval af Sindrafatnaði sem iðkendur mátuðu og verður allur Sindrafatnaður aðgengilegur á heimasíðu CRAFT www.craftverslun.is. Á vefverslun er Sindri með sér svæði fyrir hverja deild sem og almennan Sindra varning svo að allir ættu að finna sín Sindraföt! Mátunardagarnir gengu vonum framar og voru allir aðilar alsælir með byrjunina á farsælu samstarfi. 

*Samningurinn á við allar deildir Sindra að undanskyldu Körfuknattleiksdeild Sindra.

Nýr keppnisbúningur Yngri flokka í knattspyrnu og blaki. Nýjir stoltir styrktaraðilar bættust í hópinn!

CRAFT nýr samstarfs og styrktaraðili UMF SINDRA.