Close

janúar 29, 2019

Sindri á marga fulltrúa á æfingum hjá KSÍ

ksi logoKSÍ er með æfingar á austurlandi og Sindri á marga fulltrúa.
Sindri á 9 fulltrúa á hæfileikamótun KSÍ. Sindri á 6 fulltrúa stráka megin og 3 fulltrúa stelpu megin.

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að:

  • Fjölga þeim leikmönnum sem KSÍ fylgist með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum fyrr og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
  •  Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem fá ekki tækifæri með landsliðinu.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
  • Undirbúa leikmenn betur og auka fræðslu til þess að leikmenn verði tilbúnir að mæta á landsliðsæfingar í framtíðinni

Þau sem fara fyrir hönd Sindra eru:
Anna Lára Grétarsdóttir

Siggerður Egla Hjaltadóttir

Karen Rós Torfadóttr

Freyr Sigurðsson

Stígur Aðalsteinsson

Guðmundur Jón Þórðarsson

Guðmundur Reynir Friðriksson

Oskar Karol Jarosz

Birgir Leó Halldórsson

Sindir á einnig fulltrúa í u15 landsliðsúrtaki. Birkir Snær Ingólfsson var valinn af Lúðvíki Gunnarssyni nýjum U15 þjálfara KSÍ.
Við hjá Sindra erum ákaflega stolt af okkar iðkendum og sendum þeim öllum hamingjuóskir og baráttukveðjur.

janúar 29, 2019