Þjálfaranámskeiðið KSÍ I var haldið hér á Höfn helgina 12.-14. október og voru 9 þáttakendur frá Sindra.
Námskeiðið er fyrsta skref í þjálfaramenntun á vegum KSÍ og er framtíðin björt í þeim efnum á Hornafirði.
Þetta námskeið var þriggja daga langt og var bæði kennt bóklega og verklegt. Til að aðstoða við þjálfaranámskeiðið þá mættu galvaskir ungir hornfirðingar sem hjálpuðu við sýnikennslu bæði á laugardeginum sem og á sunnudeginum.
Við hjá Sindra erum afskaplega ánægð hvernig þetta heppnaðist og þökkum KSÍ fyrir komuna og sérstakar þakkir fara til krakkanna sem mættu og hjálpuðu til.