Tap á Sindravöllum

Meistaraflokkur karla og kvenna áttu leik um helgina á Sindravöllum og úrslitin svekkjandi hjá báðum liðum.

Strákarnir náðu tveggja marka forystu með glæsilegum mörkum frá Sævari og Conor. Í seinni hálfleik mættu Elliða menn öflugir til leiks og snéru taflinu sér í vil með þremur mörkum. Lokatölur 2-3 fyrir Elliða sem sitja i 6. sæti og Sindramenn í 11. sæti.

Næsti leikur hjá mfl. karla verður í Fagralundi gegn Augnablik næst komandi laugardag.

Stelpurnar spiluðu í Mjólkurbikarnum í gær gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Gestaliðið skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á 21. og 42. mínútu. Í seinni hálfleik spiluðu okkar stelpur með vindi og reyndu allt sem þær gátu til að skora en inn fór boltinn ekki. Lokatölur 0-2 fyrir F/H/L.

Næsti leikur hjá mfl. kvenna verður hér heima 22. maí gegn Fram í deildinni og hvetjum við alla til að styðja þær til sigurs.