Æfingar og einstaklingar í smitgát

  • Post category:Fréttir

Vegna fjölda fyrirspurna þá vill UMF. Sindri koma því á framfæri að börn og unglingar á Grunnskóla aldri sem hafa lokið sóttkví er heimilt að mæta í skólann og þar af leiðandi á æfingar hjá UMF. Sindra þrátt fyrir smitgát. Þau sem eru í smitgát verða hinsvegar að vera heima ef vart verður við minnstu flensueinkenni og þurfa foreldrar að vera sérstaklega á varðbergi að senda börn sín ekki á æfingar eða í íþróttamannvirki ef einkenna verður vart.

Mælst er með því af sóttvarnaryfirvöldum að fullornir einstaklingar sem eru í smitgát mæti ekki á æfingar.