Stuðningsmannakvöld og 3 leikir hjá knd. Sindra!

Það er risastór helgi framundan hjá knattspyrnudeild Sindra!

Annað kvöld (6.5.2022) í Heklu kl. 20:00 verður knd. Sindra með Stuðningsmannakvöld/leikmannakynningu. Þjálfari karlaliðsins Óli Stefán Flóventsson mun fara yfir undirbúning vetrarins, leikmenn og áherslur liðsins í ár. Albert okkar Eymundsson mun að sjálfsögðu mæta með gítarinn og taka lagið okkar Sindramanna!

Það verða spilaðir tveir leikir inní Mángarði og svo einn leikur á Sindravöllum.

4. flokkur kvenna, Sindri/Neisti spilar bikarleik gegn Austurlandi kl. 12:00 á laugardaginn inní Mánagarði og strax í kjölfarið, nánar tiltekið kl. 15:00 mun mfl. karla spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti gegn Kára frá Akranesi á Sindravöllum.

Á sunnudaginn inní Mánagarði, kl. 14:00 verður svo annar bikarleikur þar sem 3.flokkur karla, Sindri/Neisti/Máni spilar á móti Uppsveitum.

Við erum öll í liði Sindra svo taktu helgina frá og mættu á þá þessa skemmtilegu viðburði með þínum nánustu!