Knattspyrnuskóli Sindra

Helgina 28.feb-2.mars stendur knattspyrnudeild Sindra fyrir knattspyrnuskóla hér á Höfn. Miklill metnaður er í þessari vinnu og höfum við fengið stór nöfn úr knattspyrnuheimi okkar íslendinga með okkur í þetta verkefni. Við erum komin með drög að dagskrá sem við erum frekar stolt af. Það á ennþá eftir að ganga frá nokkrum lausum endum áður en formleg auglýsing fer í loftið.. Þessi skóli verður fyrir 5.flokk-4.flokk og 3.flokk. Einnig er það er mjög líklegt að við höfum dagskrá fyrir 6.og 7.flokk líka.  Óhætt er að mæla með því að helgin 28.feb – 2.mars verði tekin frá fyrir iðkendur því eins og áður segir er mikill metnaður í þessari vinnu og mjög miklar líkur á að hingað komi stór nöfn sem kennarar og fyrirlesarar.