Skráning í Nóra á vorönn 2017

  • Post category:Fréttir

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í Nóra á vorönn hjá öllum deildum Sindra. Settar hafa verið reglur um greiðslu æfingagjalda og eru þær eins fyrir allar deildir félagsins.

Í upphafi hverrar annar skal forráðamaður iðkenda skrá barnið í þær íþróttagreinar sem það ætlar að stunda þá önn. Iðkanda gefst kostur á að prófa í 2 vikur í hverri grein en eftir þann tíma skal skrá hann í námskeiðið og ganga frá greiðslum í Nóra. Þeir iðkendur sem geta ekki mætt á allar æfingar í einni grein vegna æfinga í annarri grein, eða annarra tómstunda, geta annað hvort greitt tímagjald sem er innheimt í lok annar og er að fjárhæð 1000 kr. fyrir hvern tíma eða fengið að skrá barnið sérstaklega í hlutfall þeirra æfinga sem barnið kemst á vegna áreksturs við aðrar tómstundir. Slík innheimta er í höndum gjaldkera viðkomandi deildar og skal foreldri tilkynna gjaldkeranum um fyrirkomulagið í upphafi annar eða áður en tvær vikur eru liðnar af æfingatímabilinu en annars verður innheimt fullt æfingagjald.

Athugið að ef iðkandi hefur ekki verið skráður í Nóra innan tilskilins frests á viðkomandi tímabili áskilur ungmennafélagið Sindri sér rétt til að leggja 5% álag á æfingagjöld við skráningu í kerfið svo það er mikilvægt að skrá börnin samviskusamlega. Þá eru jafnframt rétt að minna á að hægt er að skipta greiðslum í kerfinu en ef til þess kemur að iðkandi er ekki skráður innan tilskilins frests þá kemur greiðsluseðill í heimabanka sem þarf að greiða í einu lagi, auk 5% álags.  

Ekki er endurgreitt vegna iðkanda sem hættir æfingum eftir að tveggja vikna tímabilinu er lokið.

Deildir innan Sindra skuldbinda sig til að vera tilbúnar með upplýsingar um fjölda tíma og verð áður en æfingatímabil hefst.

*HÉR* er innskráningarsíða í Nóra.

*HÉR* eru leiðbeiningar um skráningu í Nóra.