Sindri til fyrirmyndar

Hópurinn 2018KKOft eru það litlu sigrarnir sem eru mikilvægari en úrslitin.

Íþróttastarf á sér margar hliðar og ein þeirra er hin margumtalaði Karakter. Hver er karakter liðsins, hver er karakter viðkomandi einstaklings og hvernig þróar íþróttafélagið karakter allra iðkenda sem stunda íþróttastarf í félaginu? Það hefur verið vaxandi umræða í samfélaginu um hvernig íþróttastarf mótar einstaklingin og því er mjög ánægjulegt að sjá þegar Sindri fær hrós fyrir að vera til fyrirmyndar.

Í síðasta leik sem Meistaraflokkur Sindra spilaði við Reyni Sandgerði voru úrslitin okkur ekki hagstæð en hvernig strákarnir tóku ósigrinum og sýndu flottan karakter með góðri umgengni eftir leikinn er til fyrirmyndar.

Hérna má sjá frétt sem birtist á Fótbolti.net um atburðinn