Leikir framundan

Það er óhætt að segja að sumarvertíðin sé byrjuð í boltanum. Allir flokkar eru komnir af stað og nóg að gera á öllum vígstöðum. Núna eru fjórir leikir framundan hér á Sindravöllum.
Í dag kl 17.00 er 4.flokkur kvenna að spila við Völsung.
Á morgun 6.júní er 2.flokkur að spila við Grindavík kl 18.00 á Sindravöllum.
Laugardaginn 7.júní er meistaraflokkur karla svo að spila við Aftureldingu kl 16.30 á Sindravöllum
þriðjudaginn 10.júní er meistaraflokkur kvenna að spila við KFF/Leikni kl 20.00

Það er því nóg um að vera hér á Sindravöllum og hvetjum við allt Sindrafólk að mæta og styðja sitt lið.