Íþróttastarf barna og unglinga hefst að nýju 18. Nóvember

  • Post category:Fréttir

Samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda verður íþróttastarf barna og unglinga á grunnskólaaldri heimilt frá og með 18. Nóvember nk.

Þar með geta börn og unglingar á grunnskólaaldri farið að hlakka til að byrja aftur í íþróttum, þar sem æfingar byrja aftur hjá Ungmennafélaginu Sindra miðvikudaginn 18. Nóvember.

Þetta ár hefur verið krefjandi fyrir alla og ekki síst börn og unglinga og því mikilvægt að foreldrar tali á jákvæðum nótum við börnin og hvetji þau til að fá útrás fyrir hreyfiþörfina í skipulögðum íþróttum eða bara fara út á völlinn að spila með bekkjarfélögum sínum.

Fullornir og ungmenni í framhaldsskólum þurfa að bíða enn um sinn að taka þátt í skipulögðum æfingum, en við hvetjum alla til að stunda heilbrigða hreyfingu á þann hátt sem hentar hverjum og einum.

Mikið af göngustígum er í sveitarfélaginu og stutt í frábærar gönguleiðir, þannig að allir ættu að geta fundið einhverja hreyfingu. Rannsóknir hafa sýnt að 20 mínútna hreyfing á hverjum degi gerir mikið fyrir sálartetrið, sérstaklega á svona fordæmalausum tímum.