Opinn fundur um málefni kvennaknattspyrnunnar í kvöld

Við viljum minna á opna fundinn um kvennaknattspyrnuna í Nýheimum kl 20.00 í kvöld.
Farið verður yfir brottfall, framtíðarplön og svo tekur Þorlákur Árnason frá KSÍ til máls. Að lokum opnum við fyrir spurningar og umræður.
Við hvetjum foreldra og þá sem hafa áhuga á knattspyrnu hér á Hornafirði að mæta og taka þátt í uppbyggingu kvennaknattspyrnunar á Hornafirði.