Meistaraflokkur kvenna semur við 4 leikmenn

Meistaraflokkur kvenna hefur á undanförnum vikum verið að þétta raðir sínar og hefur samið við 4 erlenda leikmenn sem koma til með að að spila með liðinu næsta sumar.

Jovana Milinkovic
Millí eins og Hornfirðingar þekkja hana hefur endurnýjað samnings sinn við Sindra fyrir tímabilið 2022. Millí er örfættur miðvörður sem hefur spilað 26 leiki fyrir Sindra og verður þetta hennar þriðja tímabil í okkar röðum.

 

Filipa Alexandra Damasceno Dantas Mendes ( Filipa )
Filipa er 28 ára gamall, örfættur varnarmaður sem kemur kemur frá Portúgal. Hún spilar sem vinstri bakvörður en getur einnig spilað sem vængmaður. Síðustu 3 tímabil hefur Filipa spilað 41 leik með Gil Vicente, sem spilar í efstu deild í Portúgal.

Maria Luiza Ferreira De Macedo ( Malu )

Maria Macedo eða Malu eins og hún er kölluð er 21 árs og kemur til okkar frá Brasilíu. Hún er sóknarþenkjandi miðjumaður ásamt því að geta spilað sem fremsti maður. Malu spilaði síðast með Dodge City comunity college í Bandaríkjunum. Heima fyrir fór Malu í gegnum akademíuna hjá Atlético Mineiro. 

Leandra  Carvalho Pereira (Leandra)
Leandra er 24 ára gamall Portúgalskur miðjumaður. Hún er réttfætt og getur leyst allar stöður á miðjunni.
Hún kemur til Sindra líkt og Filipa frá Gil Vicente, en hún hefur spilar þar síðustu 2 tímabil. Leandra hefur spilað 104 leiki í efstu deild í Portúgal ásamt því að hafa spilað 37 leiki fyrir yngri landslið Portúgals.

Stjórn knattspyrnudeildar og þjálfarar meistaraflokks binda miklar vonir við komu þessara leikmanna jafnt innan vallar sem utan.