Meistaraflokkur karla fær liðstyrk

Meistaraflokkur karla hefur fengið til sín liðstyrk fyrir komandi tímabil. Þetta eru leikmennirnir Gunnar Orri Aðalsteinsson, Vedin Kulovic og Lautaro Garcia.

Gunnar Orri Aðalsteinsson kemur til okkar frá Stjörnunni. Gunnar Orri er miðvörður og fæddur árið 2002. Í fyrra varð hann Íslandsmeistari með 2. flokki Stjörnunnar. Gunnar er kröftugur varnarmaður sem spilaði sinn fyrsta leik með Sindra gegn KFA síðustu helgi og stóð sig með prýði.

Vedin Kulovic er fæddur árið 1995 og kemur til okkar frá Rudar Kakanj í Bosníu. Vedo, eins og hann er kallaður, er framherji og hefur spilað í efstu og næst efstu deild í heimalandi sínu. Vedo er nú þegar búinn að spila einn leik fyrir Sindra og skoraði 2 mörk gegn Spyrni í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins.

Lautaro Garcia ætlar að taka slaginn aftur með Sindra þetta sumarið. Lautaro kom til okkar um mitt síðasta sumar og stóð sig gríðalega vel. Þessi tekníski miðjumaður skoraði síðasta sumar 2 mörk i 11 leikjum fyrir Sindra.