Maria Selma valin í landsliðið

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM. Í hópnum er að finna Sindrastúlkuna Mariu Selmu Haseta en hún hefur leikið gríðarlega vel með liðinu í sumar og er vel að þessu komin. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21. – 26. september en mótherjar Íslendinga eru, auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland.

Óskum við Mariu Selmu til hamingju með valið og óskum henni einnig góðs gengið í Búlgaríu.