Lokahóf Yngri flokka í knattspyrnu

  • Post category:Knattspyrna

Lokahóf 2018Lokahóf yngriflokka var haldið hátíðlegt í Sindrabæ síðastliðinn miðvikudag. Mætingin var til fyrirmyndar og þökkum við öllum fyrir mætinguna. Veitt voru verðlaun fyrir leikmann ársins  sem og mestu framfarir í hverjum flokki.
Farið var yfir sumarið og gengi hvers flokks fyrir sig. Við náðum miklum árangri á þessu ári, ekki bara í formi sigurleikja eða verðlauna heldur einnig sem einstaklingar og lið. Við höfum sjaldan séð jafn mikila bætingu hjá svona stórum hóp og í ár. Bæði fótboltalega séð og einnig félagslega. Það er verulega aðdáunarvert að sjá hvernig leikmenn standa saman í gegnum súrt og  sætt og af því erum við verulega stolt af.

Í vali á mestu framförum þá er margt tekið til greina. Það er ekki einungis spurning um fótboltalega bætingu heldur einnig bæting félagslega og hugarfarslega. Það er nánast undantekningalaust að þeir sem sýna fram á bestu mætingu á æfingum eru þeir sem bæta sig hvað mest.

Mestu framfarir eru:

5.fl karla – Erlendur Björgvinsson
5.fl kvenna – Sunna Lind Sævarsdóttir
4.fl kvenna – Karen Rós Torfadóttir
4.fl karla – Stígur Aðalsteinsson
3.fl karla – Björgvin Freyr Larsson
3.fl kvenna – Vigdís María Geirsdóttir

Í vali á leikmanni ársins eru ýmsar hliðar skoðaðar, ekki er nóg að vera bara góður í fótbolta heldur þarf líka að vera góður liðsmaður, innnan sem utan vallar. Vera góð fyrirmynd og sýna gott fordæmi fyrir aðra.

Leikmaður ársins

5.fl karla – Guðmundur Reynir Friðriksson
5.fl kvenna – Arna Lind Kristinsdóttir
4.fl kvenna – Siggerður Egla Hjaltadóttir
4.fl karla – Birkir Snær Ingólfsson
3.fl karla – Hermann Þór Rangarsson
3.fl kvenna – Salvör Dalla Hjaltadóttir